- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gærmorgun var óundirbúin rýmingaræfing. Þá komu tveir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, settu brunakerfið í gang og fylgdust með rýmingu leikskólans. Óundirbúin rýmingaræfing þýðir að hvorki börn né starfsfólk vissu af æfingunni fyrirfram. Okkar reglur eru að fara strax af stað út næstu útgönguleið um leið og brunabjallan fer af stað. Einn kennari fer yfir alla deildina til að tryggja að hún sé mannlaus áður en hann fer sjálfur út. Einnig eru börnin talin úti til að tryggja að allir hafi skilað sér út. Æfingin gekk vel, það tókst að rýma skólann hratt og vel eða á 30 sekúndum. Smá grátur heyrðist á Dropanum í stutta stund, enda mikil læti í bjöllunni. Blautt var úti en náðum við að standa úti undir skyggnunum þannig að ekki blotnuðu börnin í lappirnar.