Samsöngsæfing á sviði

Skrímslahópur og nemendur í 1. og 2. bekk tóku í dag samsöngsæfingu á sviði enda undirbúningur undir Fullveldishátíð skólans kominn á fullt. Vegna Covid verður því miður ekki hægt að bjóða gestum í hús en atriðið verður tekið upp og sent á foreldra. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn æfa sig í dag.