Skipulagsdagur og kynningarfundir

Það er skipulagsdagur í Skýjaborg mánudaginn 18. september og leikskólinn því lokaður. 
 
Á skipulagsdaginn verður undirbúningur fyrir vetrarstarfið þar sem farið verður yfir ýmis mikilvæg málefni og gott tækifæri fyrir starfsfólk að stilla saman strengi. Einnig fær starfsfólk deildarfundi og erindi um líkamsbeitingu. 
 
Þriðjudaginn 19. september kl. 8:10 er kynningarfundur fyrir Dropa-foreldra/forráðamenn. 
 
Miðvikudaginn 20. september kl. 8:10 er kynningarfundur fyrir Regnboga-foreldra/forráðamenn. 
 
Öll börn á deildinni eru velkomin að mæta kl. 8:10 óháð dvalartíma svo foreldrar/forráðamenn geti setið viðkomandi kynningarfund. 
Allir foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta á kynningu hjá deild barnsins síns til að fá góða kynningu á hvernig starfið verður í vetur.