Skólasamstarfsferð í Álfholtsskóg

Í gær fór 1. bekkur ásamt elsta árgangi leikskólans í ferð í Furuhlíð þar sem börnin fóru í náttúruskoðun, léku sér í skóginum og styrktu vinaböndin. Ferðin er hluti af samstarfi leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit sem hefur það m.a. að markmiði að viðhalda tengslum milli barnanna og brúa bil skólastiganna. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin í skógarferðinni.