- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gegnum árin hefur mótast hjá okkur í skólasamtarfi Heiðarskóla og Skýjaborg unglingaval, þar sem unglingar geta valið að koma í leikskólann í svokallaða Skýjaborgarsmiðju.
Í þessari viku komu nokkrar unglingsstelpur úr Heiðarskóla og dvöldu hjá okkur í Skýjaborg. Fjórar á þriðjudaginn, tvær á miðvikudaginn og þrjár í gær fimmtudag. Þær dvöldu frá 14-16:30.Leikskólastjóri byrjaði á því að taka á móti þeim og fara í gegnum nokkrar glærur um leikskólastarf og í framhaldi kíktu þær inn á báðar deildir. Þetta var mjög vel heppnað skólasamstarf. Þær stóðu sig einstaklega vel, náðu vel til barnanna og meðal annars léku, spiluðu og lásu fyrir þau.