- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fóru leikskólabörn í Skýjaborg í sína árlegu sveitaferð að Bjarteyjarsandi. Tekið var vel á móti okkur líkt og ávallt. Veðrið lék við okkur. Fengum við að sjá nýfæddu lömbin, sumir fengu að halda á lambi og sumir gáfu heimalingi að drekka. Svo var leikið í hlöðunni, en þar mátti einnig sjá kanínur. Eftir fjárhúsið var ferðinni heitið í fjöruna, þar var leikið og sumir urðu pínu blautir í lappirnar. Að lokum fengum við grillaðar pylsur og lékum á flotta leikvellinum. Takk fyrir okkur.