- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Við skemmtum okkur ljómandi í sveitaferð sem við fórum í gær að Bjarteyjarsandi. Þrír smalahundar og tveir kiðlingar tóku á móti okkur úr rútunni. Svo gengum við í fjárhúsið og áttum góða stund þar. Við skoðuðum kindurnar og lömbin, þeir sem vildu fengu að halda á lambi. Einnig var spennandi traktor inni í hlöðu sem einhverjir prófuðu að setjast í. Í hlöðunni voru stórar kanínur sem allir sem vildu fengu að klappa. Eftir fjárhúsið var haldið í fjöruna. Þetta er dágóður spölur að ganga svo yngstu krakkarnir nutu sín á leikvellinum á meðan. Í fjörunni var fylgst með fuglalífinu, skeljar skoðaðar, klifrað í bátnum, hlupið og leikið sér. Að lokum fengu allir grillaðar pylsur.
Við þökkum kærlega fyrir okkur Bjarteyjarsandur.