Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

Mánudaginn 22. maí fóru börn 3 ára og eldri ásamt starfsfólki í sveitaferð að Bjarteyjarsandi. Vel var tekið á móti okkur, fengum við að sjá kindurnar, lömbin, geitur, grísi, kanínur og hænuunga. Við lékum okkur í hlöðunni, hoppuðum í heyjinu og fengum að halda á lömbum. Við fórum í fjöruna, skoðuðum sjávardýr í körunum og klifruðum í bátnum. Að lokum fengum við grillaðar pylsur, lékum á leikvellinum og fórum að lokum glöð og kát heim á leið aftur í rútunni.