- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær héldum við upp á þorrann og höfðum þorrablót í hádeginu. Börn og starfsfólk var kvatt til að mæta í lopapeysum og settir voru upp víkingahjálmar sem búnir voru til. Boðið var upp á hangikjöt, rófur, gulrætur, kartöflur, jafning, súrmat, hákarl, sviðasultu og svið. Börnunum fannst sviðin spennandi, skoðuðu tunguna, tennurnar og fl. Eins og skiljanlegt er voru þau misdugleg að smakka, sumum þykir hákarlinn góður á meðan öðrum fannst nóg að þefa smá.