Þorrinn byrjaður

Í dag er bóndadagur og höfum við myndað okkur skemmtilega hefð að bjóða öllum körlum í lífi barnanna í karlakaffi. Við áttum góðan morgun saman með kaffibolla og brauðsneið í hönd. Takk fyrir komuna allir sem mættu og til hamingju með daginn bændur!

Við ákváðum einnig að halda þorrablót í hádeginu í dag. Börnin undirbjuggu það með því að gera víkingahjálma. Við smökkuðum ýmsan þorramat og ræddum heiti matarins. Börnum og starfsfólki fannst maturinn misgóður en allir fundu eitthvað við sitt hæfi.