Umferðarvika í Skýjaborg og hjóladagur

Í þessari viku hefur verið umferðarvika hjá okkur í Skýjaborg. Við höfum farið í göngutúra, farið yfir umferðarlögin, lesið um innipúkann og fl.  En hápunkturinn var líklega hjóladagurinn á þriðjudaginn. Þá mættu börn með hjól og hjálm að heiman og fengu að hjóla á bílaplaninu fyrir utan Stjórnsýsluhúsið. Þessi dagur vekur alltaf miklu gleði. Elstu börnin fóru einnig í smá hjólreiðartúr í hverfinu með Vigdísi sem var nýr og skemmtilegur liður á hjóladeginum.