- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Lögreglan kom í heimsókn á Regnbogann í dag. Lögreglan fór yfir nokkrar umferðarreglur með börnunum, meðal annars hvað á að gera áður en gengið er yfir götu, mikilvægi þess að hafa hjálm þegar við hjólum og vera í bílstól í bílnum. Börnin fengu svo litabók um Lúlla löggubangsa að gjöf og endurskinsmerki.
Nú er umferðarvika hjá okkur í Skýjaborg og akkurat tíminn til að minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi og hjólandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella. Verum sýnileg.