Umhverfisnefndarfundur

Umhverfisnefnd leikskólans.
Umhverfisnefnd leikskólans.

Í morgun var fyrsti fundur nýrrar umhverfisnefndar í leikskólanum. Umhverfisnefnd leikskólans skipa elsti hópur (stjörnuhópur), hópstjórinn þeirra Magga Sigga og Þórdís sem fer með verkefnisstjórn með umhverfisverkefni leikskólans. Á fundinum var rætt um hlutverk nefndarinnar, hvað er umhverfi, hvernig við förum vel með umhverfið með því að flokka rusl, spara rafmagn, vatn og sápu. Nefndarfulltrúar voru alveg með þetta allt á hreinu. Við ákváðum líka að gera smá tilraun með rusl. Við settum banana- og eplahýði, plastskeið og stein á bakka og ætlum að sjá hvað gerist ef þetta fær að standa í glugganum næstu daga. Upplýsingar um umhverfisverkefni leikskólans má sjá undir liðnum þróunarverkefni - Grænfánaverkefni.