Útskrift elstu barna

Þriðjudaginn 17. maí útskrifuðust 7 flottir krakkar héðan úr Skýjaborg með prýði. Fjölskyldur barnanna komu til okkar og fögnuðu með okkur. Börnin byrjuðu athöfnina á að fara með þuluna Karl tók orða og svo sungu þau Hafið bláa hafið. Svo var útskriftarathöfnin sjálf. Að lokum gæddum við okkur á veitingum. Til hamingju með áfangann! Myndir á myndasíðu.