- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fóru börnin í Hundahóp í útskriftarferð með Möggu Siggu og Sigurbjörgu. Ferðinni var heitið á Akranes þar sem byrjað var á að leika í skógræktinni. Í leiðinni á Langasand var komið við á byggðasafninu og flottu bátarnir sem þar eru skoðaðir. Á Langasandi var mikið sullað og leikið og margar tásur renn blautar eftir þá ferð. Toppurinn að mati barnanna var síðan pizzahlaðborðið á Galito sem sló algerlega í gegn. Áður en heim var haldið var komið við á bókasafninu þar sem börnin fengu að venju góðar mótttökur. Myndir í myndaalbúminu.