- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Fimmtudaginn 30. maí fór krókódílahópur í útskriftarferð. Farið var með rútu á Akranes í skógræktina Garðalund þar sem farið var í leiki og sprell. Því var næst gengið í heimsókn til eins kennara sem börnunum þótti mjög skemmtilegt. Farið var í pizzaveislu á Galito við mikinn fögnuð. Eftir matinn var rölt og kíkt á bókasafnið. Útskriftarferðin endaði svo í miklu fjöri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Á slökkvistöðinni var nefnilega lokahóf í verkefninu Slökkviliðið mitt – Aðstoðarmenn slökkviliðsins sem elsti árgangurinn hefur verið að vinna að í vetur. Það var leiksvæði fyrir framan slökkvistöðina þar sem töluvert var sullað með vatn og börnin fengu að prufa ýmsan búnað.