Útskriftarferð snákahóps

Útskriftarárgangurinn okkar hér í Skýjaborg, snákahópur, fór í útskriftarferð í gær 8. Júní. Farið var á Akranes á Slökkviliðsstöðina þar sem mikið var sprautað og sullað, á bókasafnið þar sem var lesið og skoðaðar bækur og á Galito þar sem boðið var upp á pizzaveislu. Að lokum var leikið á Langasandi. Börnin voru alsæl með ferðina.