Vettvangsferð í Belgsholt - skólasamstarf

Eiturslönguhópur, elsti árgangur barna í Skýjaborg, ásamt börnunum í 1. bekk í Heiðarskóla fóru í sameiginlega vettvangsferð í fjöruna í Belgsholti í dag. Óhætt er að segja að börnin hafi notið veðurblíðunnar og náttúrunnar í skemmtilegri ferð þar sem þau náðu að skoða og finna alls kyns lífverur í fjörunni ásamt því að snæða nesti og leika með vinum. Þökkum ábúendum í Belgsholti kærlega fyrir.