Við eigum afmæli í dag....

Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag. Við fengum fullt af frábærum gestum í heimsókn í morgun. Takk kærlega fyrir komuna allir. Svo héldum við út í skrúðgöngu þar sem sungið var, veifað heimagerðum fánum og spilað á hljóðfæri. Allir gerðu sér kórónu í tilefni dagsins og skörtuðu í skrúðgöngunni. Þá frumfluttum við Skólasöng Skýjaborgar sem búin var til í tilefni 20 ára afmælis. Textinn er eftirfarandi:

Skólasöngur Skýjaborgar

 

Í Skýjaborg er líf og fjör,

Leikur alla daga.

Gleði hlátur bros á vör

Oft er lesin saga.

Börnin kanna heiminn hér

hafa af því gaman.

Úti allir gleyma sér

hoppa og hlaupa saman.

 

Texti: Sigurbjörg Friðriksdóttir og Eyrún Jóna Reynisdóttir

Lag: Í Hlíðarendakoti; Friðrik Bjarnason