Vorsýning Skýjaborgar í Stjórnsýsluhúsinu

Í morgun var Vorsýning Skýjaborgar opnuð í Stjórnsýsluhúsinu. Á sýningunni má sjá hluta af listaverkum barnanna sem þau hafa unnið að á þessari önn. Endilega gerið ykkur ferð og fáið nasasjón af okkar skemmtilega leikskólastarfi. Myndir af opnuninni má finna á myndasíðu leikskólans.