- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fóru nemendur okkar í 10. bekk í sína árlegu ferð í Álfholtsskóg að velja jólatré fyrir skólann. Skógurinn skartaði sínu fegursta í dásamlegu vetrarveðri, kalt, stillt og snjór yfir öllu. Börnin tóku göngutúr um skóginn og völdu að þessu sinni fallegt furutré. Reynir frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps leiddi okkur um skóginn og bauð krökkunum svo upp á heitan súkkulaðidrykk og piparkökur í Furuhlíð. Við þökkum Reyni kærlega fyrir góðar móttökur og skemmtilega stund í skóginum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn hjá jólatrénu sem varð fyrir valinu.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |