7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í 7. bekk í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt jafnöldrum sínum víðsvegar að á landinu. Mikil spenna og tilhlökkun var fyrir ferðinni og eftir því sem okkur skilst hefur engin orði fyrir vonbrigðum. Vel var tekið á móti hópnum og skipulögð dagskrá er í skólabúðunum alla vikuna. Krakkarnir eru ýmist í íþróttum, hópefli og Reykja-Monopoly, þeir fara á byggðasafn og í ratleik og fjöruskoðun. Frjáls tími er svo frá 16-18 alla daga þar sem sundlaugin, íþróttahúsið, borðtennis, pool og margt margt fleira er í boði. Á kvöldin taka krakkarnir þátt í kvöldvöku. Hópurinn er væntanlegar heim fyrir heimkeyrslu á föstudaginn.