- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það er búinn að vera góð aðventa hjá okkur í Skýjaborg í leik, jólaföndri, útiveru og öðru starfi.
Þann 27. nóvember var okkur boðið á Vinavöll að vera viðstödd þegar jólaljósin voru tendruð á jólatrénu. Í framhaldi bauð starfsfólk skrifstofu börnunum upp á mandarínur.
Föstudaginn 5. desember var aðventukaffi í Skýjaborg. Börnin buðu foreldrum og öðrum nákomnum í stutta aðventustund þar sem sungin voru nokkur jólalög. Í framhaldi var boðið upp á kaffi, brauð, salöt, melónur og smákökur. Við þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og notalega jólastund.
Föstudaginn 12. desember var jólafatadagur þar sem margir mættu í jólapeysum, sokkum og kjólum. Annars eru allir búnir að vera duglegir að nota jólafötin allan desember.
Þriðjudaginn 16. desember héldum við svo litlu jólin okkar. Haldið var jólaball þar sem dansað var í kringum jólatréð. Fjórir hressir jólasveinar komu í heimsókn til okkar og dönsuðu með okkur og sungu. Við fengum jólamat í hádegismatinn og ís í eftirrétt. Einnig var horft á eina jólamynd inni á deildunum.
Við óskum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári í leik og starfi.
Við þökkum samstarfið og samverustundirnar á árinu sem er að líða.
Jólakveðja
Starfsfólk Skýjaborgar
|
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |