- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Vorhátíð foreldrafélagsins og afhending vitnisburðar var síðdegis á föstudaginn. Nemendur mættu í heimastofur og tóku á móti vitnisburði vetrarins og birkiplöntu um leið og þeir kvöddu umsjónarkennara sína.
Á vorhátíðinni var boðið upp á pylsur, frostpinna, djús og lifandi tónlist sem Heiðmar Eyjólfsson flutti. Á svæðinu voru krítar, sápukúlur, hoppukastalar og vatnsrennibraut. Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg vorhátíð þar sem nemendur, fjölskyldur og starfsfólk nutu sín vel og fengu loksins tækifæri til að vera saman eftir vægast sagt skrýtinn vetur þar sem hefðbundnir samstarfsdagar með foreldrahópnum féllu allir niður vegna covid. Veðrið lék við okkur og eftirtektarvert var að sjá hvað nemendur skólans voru glaðir með hafa þennan háttinn á við skólalok.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |