- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Árshátíð Heiðarskóla var haldin fyrir fullu húsi í gær. Nemendur í 3. og 4. bekk sýndu leikritið Klikkaða tímavélin og nemendur í unglingadeild sýndu leikritið Fjórir hljómar. Nemendur hafa undanfarið lagt mikið á sig við æfingar og jafnframt spáð í alls kyns hluti sem þarf að huga að þegar sett er upp leiksýning. Bæði leikritin voru stórskemmtileg og greinilegt að börnin höfðu metnað fyrir verkefninu. Að hátíð lokinni var boðið upp á dýrindis kaffihlaðborð í boði foreldra nemenda í 7. - 10. bekk. Línuhappdrættið var einnig á sínum stað þar sem dregin voru út páskaegg. Árshátíðin fór mjög vel fram og var almenn ánægja meðal áhorfenda hvernig til tókst. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og veittan stuðning en allur ágóði árshátíðarinnar rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins. Í myndaalbúm eru komnar myndir.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |