Árshátíð Heiðarskóla 2022

Árshátíð Heiðarskóla 2022 verður haldin fimmtudaginn 28. apríl. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.

Nemendur í 3. bekk spila á blokkflautu. Nemendur í 4. bekk verða með rafmagnað samspil. Nemendur í 5. – 7. bekk sýna  lítinn leikþátt, leikritið Tölvuvírusinn og Brynja og saltfiskarnir verða  með rafmagnað samspil.

Kaffi og árshátíðarhlaðborð í boði foreldra í 7. – 10. bekk og sjoppan verður opin. Línuhappadrætti – 200 kr. línan. Fatasala til styrktar hjálparstarfi í Úkraínu.

Miðaverð 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð Nemendafélags Heiðarskóla. Enginn posi á staðnum. Veitingar innifaldar í verði.

Allir hjartanlega velkomnir. Starfsfólk og nemendur vonast til að sjá sem flesta!