Árshátíð Heiðarskóla

Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla þakka öllum sem sáu sér fært að mæta á árshátíð skólans í gær kærlega fyrir komuna. Nemendur stóðu sig með stakri prýði í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem búið var að æfa undanfarnar vikur. Nemendafélag Heiðarskóla þakkar einnig sérstaklega foreldrum í 6. – 10. bekk fyrir veitingarnar á árshátíðarhlaðborðinu sem sló heldur betur í gegn og öllum fyrir stuðninginn sem rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins.