- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Árshátíð Heiðarskóla 2015 verður haldin fimmtudaginn 26. mars í sal Heiðarskóla. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Sýningin "Með sumt á hreinu" verður sýnd, nemendur í tónlistarnámi koma fram, sjoppan verður opin, formaður nemendafélagsins flytur ávarp, fjölskyldur nemenda í 7. - 10. bekk leggja á borð kræsingar á hið margrómaða veisluhlaðborð. Síðast en ekki síst er það línuhappdrættið sívinsæla, línan kostar 200 kr. Miðaverð er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, veitingar innifaldar í verði.
Það eru nemendur í 6. - 10. bekk sem standa að sýningunni og að sjálfsögðu vonumst við til að sjá sem flesta. Allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð nemendafélagsins. Allir hjartanlega velkomnir!
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |