Bókagjafir

Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar færði nemendum skólans bækur að gjöf nú í desember. Hvert stig fékk nokkrar bækur og á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa nemenda á hverju stigi með gjafirnar góðu á bókasafninu í dag. Við þökkum Foreldrafélaginu kærlega fyrir gagnlega og góða gjöf.