Bókasafnskerfi tekið í notkun

Síðastliðinn miðvikudag tók skólabókasafn Heiðarskóla bóksafnskerfið Gegni í notkun. Gegnir er það kerfi sem algengast er að bókasöfn á Íslandi noti. Safnkosturinn er skráður í miðlægan gagnagrunn og getur hver sem er skoðað hvort bók er til á safninu okkar með því að kíkja inn á leitir.is.

Aðdragandinn hefur verið langur og áður en hægt að var að taka Gegni í notkun þurfti að skrá allan bókakost safnsins. Þá var tækifærið notað og heilmikil tiltekt gerð á safninu þar sem gamlar og úreltar bækur voru afskráðar.

Notkun Gegnis mun færa okkur nær nútímanum þar sem við munum leggja af gamla miðakerfið sem tók langan tíma fyrir starfsfólk að vinna með. Nú er mun fljótlegra að vinna með útlán og skil, auk þess sem auðveldara er fyrir starfsfólkið að hafa yfirsýn yfir útlánin. Notendur geta líka haft góða yfirsýn yfir útlán sín og bókakost safnsins.

Til hamingju Heiðarskóli! Næsta skref er síðan að skrá bókakost Skýjaborgar.