Bolludagur, sprengidagur og öskudagur.

Það var viðburðarík vika hjá okkur í Skýjaborg í síðustu viku. Bolludagur var á mánudaginn með fiskibollum, rjómabollum. Mörg börnin útbjuggu bolluvönd. Sprengidagur var á þriðjudaginn með saltkjöti og baunasúpu. Öskudagur var á miðvikudaginn þar sem allir mættu í náttfötum eða búningi. "Poppið" var slegin úr tunnunni, haldið var ball, borðað popp og fleira skemmtilegt. Það var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel þennan dag.