Börnin fá að velja hvað þau vilja læra

Í 3. og 4. bekk var þemaverkefni á dögunum þar sem börnin fengu sjálf að velja hvað þau vildu læra og jafnframt að velja hvernig þau vildu kynna námið fyrir skólafélögum. Valið var fjölbreytt og skemmtilegt t.d. tölvuleikir, spörfuglar, fótbolti og dýr. M.a. kom fram að börn ættu að vara sig í netheimum þar sem þar væru aðilar sem vildu gabba börn. Óhætt er að segja að margir hafi lært alls kyns þegar börnin kynntu fyrir hvert öðru afraksturs námsins á fjölbreyttan hátt.