- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Foreldrar og nemendur í 9. og 10. bekk hafa í vetur safnað fyrir skólaferð til Brighton. Söfnunin gekk framar björtustu vonum og færum við öllum sem styrktu börnin kærar þakkir fyrir. Foreldrar og nemendur eiga líka hrós skilið fyrir samhenta og snarpa vinnu við að gera þessa ferð að möguleika. Krakkarnir fóru út s.l. mánudag og hafa átt frábæra daga í Englandi. Í upphafi ferðar fór hópurinn í skógarferð í Wilderness Woods þar sem m.a. var eldaður matur yfir opnum eldi og gist undir berum himni. Þetta var mikið ævintýri og allir nutu sín vel. S.l. þriðjudag fór hópurinn til Brighton og þar hefur ýmislegt verið gert undanfarna daga t.d. farið í gönguferðir, á ströndina, í búðir, út að borða, í sjóinn og í Chessington park sem er bæði dýragarður og tívolí. Eftir því sem við best vitum hefur ferðin verið frábær í alla staði. Við hlökkum til að fá hópinn aftur heim og heyra ferðasögur. Hópurinn er væntanlegur heim til Íslands seint í kvöld.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |