- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla gerðu Degi íslenskrar tungu hátt undir höfði sl. föstudag. Í upphafi dags var morgunsöngur þar sem minnst var á Jónas Hallgrímsson og sungin alls kyns lög og þar á meðal annars lagið „Það er gott að lesa“ í flutningi Bubba Mortens sem finna má á youtube. Nemendur spreyttu sig svo í ljóðagerð og ljóðin hengd upp á vegg. Hápunktur dagsins var þó þegar barnabókarithöfundurinn Gunnar Helgason mætti og kynnti þær bækur sem hann hefur samið fyrir börn ásamt því að lesa upp úr nýjustu bók sinni „Stella segir bless“. Þökkum Gunnari kærlega fyrir komuna og hans innlegg í að efla læsi barna með því að semja spennandi og skemmtilegar barnabækur.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |