- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
16. september er dagur íslenskrar náttúru. Markmiðið með þeim degi er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum. Við héldum upp á þann dag í gær, 13. september. Í tilefni þessa dags fóru deildarnar í göngutúr. Regnboginn gekk sem leið lá í skóginn fyrir neðan veg. Börnin sáu hálfmána á lofti, ásamt sólinni, risasvepp, berjalyng og ber. Komið var við í Hundraðekruskóginum þar sem sungið var fyrir litla tréð okkar sem við fylgjumst með vaxa. Börnin léku sér svo með steina á melnum og fengu sér eplabita. Dropinn fór í styttri göngu og skoðuðu umhverfið í kringum leikskólann. Dropabörn flokkuðu einnig ruslið úr eldhúsinu sem var spennandi.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |