Dagur íslenskrar náttúru

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar náttúru. Skólastarfið fór fram í Brynjudal í blíðskaparveðri. Börnin fóru á þrjár stöðvar, unnu verkefni sem tengdust náttúrunni og léku sér í skóginum. Í hádegismat voru grillaðar pylsur. Dagurinn var vel heppnaður og ekki annað að sjá en að börnin skemmtu sér vel við  leik og störf í skóginum. Í myndaalbúm skólans eru komnar myndir frá Brynjudal.