Dagur íslenskrar náttúru

Þann 16. september s.l. fór skólastarf Heiðarskóla fram í Álfholtsskógi á degi íslenskrar náttúru. Fyrir hádegi héldu stigin hvert sína leið í skóginum og lærðu, léku og nutu með félögum sínum. Í hádeginu voru grillaðir hamborgar og í lok dags sá hvert og eitt stig um leiki. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður þrátt fyrir frekar mikla vætu á köflum. Í skóginum má alltaf finna skjól fyrir vindi og vatni.