Dagur íslenskrar náttúru

Í dag gerðum við í Heiðarskóla Degi íslenskrar náttúru hátt undir höfði. Skólastarfið fór alfarið fram í Álfholtsskógi í góðu samstarfi við Skógræktarfélagið. Skólabílarnir keyrðu nemendur til og frá skóginum. Boðið var upp á morgunverð við Furuhlíð í upphafi dags. Eftir morgunverð fóru nemendur á hverju stigi í skógarupplifun, nutu samvista ásamt því að vinna einhver verkefni. Það sem stóð upp úr hjá flestum var nýja eldunargræjan okkar sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Nemendur grilluðu brauð og pylsubita yfir opnum eldi. Í hádeginu var síðan boðið upp á grillaða hamborgara.