- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í Skýjaborg var ýmislegt brallað á mánudaginn í tilefni dags íslenskrar náttúru. Farið var í göngutúr í sælureitinn okkar sem nefnist Hundraðekruskógur og safnað var saman allskonar skemmtilegu. Þar fundum við til dæmis sveppi, greinar, steina, köngla og blóm. Þetta var nú aldeilis skemmtilegt og nutu börnin sín vel í náttúrunni. Eftir hádegismat skelltum við okkur svo út að leika í garðinum okkar og ákveðið var að í tilefni dagsins yrði prófað að leika aðeins með náttúrulegan efnivið. Við vorum með köngla og blóm í sandkassanum, skeljar og grjón í karinu okkar fína, lékum í útieldhúsinu okkar og með heimagerðan sandleir sem settur var á borðin úti. Við nýttum svo það sem við fundum í göngutúrnum okkar í leiknum með sandleirinn. Þessi dagur heppnaðist alveg rosalega vel og skemmtu börnin sér frábærlega sem og við starfsfólkið.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |