Dagur íslenskrar tungu

Í dag var flaggað í Heiðarskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hvert og eitt stig gerði deginum hátt undir höfði með alls kyns fjölbreyttum verkefnum. Á yngsta stigi fóru nemendur í Kahoot, á miðstigi var sett upp fjölbreytt stöðvavinna þar sem íslenska var í hávegum höfð og á unglingastigi var ljóð lagt til grundvallar og ýmis verkefnið unnin út frá því. Þann 3. desember n.k. fáum við síðan rithöfundinn Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur í heimsókn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í tilefni dagsins. Hún mun þá vera með upplestur og aðrar nálganir fyrir börn í Skýjaborg og Heiðarskóla. Til hamingju með Dag íslenskrar tungu.