Dagur íslenskrar tungu

Sunnudaginn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni fengum við í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar Rán Flygenring, mynd- og rithöfund, listamann og hönnuð í heimsókn í Heiðarskóla og Skýjaborg í dag.

Rán las fyrir börnin á Regnboganum nýju bókina sína Blöku. Börnin voru agndofa af hrifningu allan tímann, færðust nær og nær Rán sem las af mikilli innlifun í rúman hálftíma. Þeim fannst þetta „geggjuð“ bók og flott að sjá kápuna í myrki.

Rán sagði nemendum Heiðarskóla frá tilurð bókanna Tjörnin og Blaka á lifandi og skemmtilegan hátt ásamt því að lesa upp úr bókunum. Nemendur hlustuðu af athygli og vafalaust eiga einhverjir nemendur eftir að taka þessar bækur á bókasafninu og lesa sér til ánægju.

Við þökkum Rán kærlega fyrir samveruna í dag og flottan upplestur í Skýjaborg og Heiðarskóla.