Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu voru gerð góð skil í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í gær. Gunnar Helgason, rithöfundur, mætti í gærmorgun í Skýjaborg og las fyrir börnin upp úr bókinni Grýlu. Eftir lesturinn í Skýjaborg las Gunnar fyrir nemendur Heiðarskóla upp úr nýrri bók sinni „Mamma klikk“. Börnin höfðu gaman af lestrinum og voru einstaklega dugleg að spyrja spurninga að lestri loknum. Eftir hádegið fóru nemendur 3. bekkjar í Skýjaborg og lásu söguna Búkollu og tvö ljóð upp úr bókinni Óðhalaringla eftir Þórarinn Eldjárn fyrir börnin þar. Leikskólabörnin sungu síðan fyrir gestina. Komnar myndir í myndaalbúm.