- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær var Dagur læsis. Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla gerðu ýmislegt í tilefni dagsins. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í yndislestri. Unglingastigið tók viðtöl við nemendur og starfsmenn og gaf út fréttabréf. Þrír bókaklúbbar hófu starfsemi sína á bókasafninu fyrir yngsta og miðstig; Kidda klaufa klúbburinn, bókaklúbbur Skúla skelfis og bókaklúbbur Binnu B Bjarna. Klúbbarnir virka þannig að nemendur lesa bækur úr bókaflokknum og þegar þeir hafa lokið við bók merkja þeir við á þar til gert blað og velja sér skemmtileg verkefni í kjölfarið. Bókaklúbbarnir höfðu mjög hvetjandi áhrif á nemendur og það var nóg að gera hjá starfsmanni bókasafnsins í morgun þegar stoltir og ánægðir nemendur mættu með bækur sem þeir höfðu lesið í gær og fengu að byrja klúbbastarfið.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |