Dagur stærðfræðinnar

Á föstudaginn 5.2. var dagur stærðfræðinnar. Við héldum upp á hann í leikskólanum með því að leika okkur með ýmsan stærðfræðitengdan efnivið. Settar voru upp stöðvar á Regnboganum og elstu börnin á Dropanum boðið að leika með. Þetta tókst vel og var ekki annað að sjá en að börnin skemmtu sér vel.