Dagur umhverfisins

Í dag var haldin umhverfisráðstefna Heiðarskóla í tilefni af DEGI UMHVERFISINS. Ráðstefnan hófst á fróðlegu innleggi frá umhverfsinefndinni um umhverfisvænar vörur sem hægt er að velja í stað þeirra sem eru framleiddar úr plasti. Starfsmenn skólans og Verslunin Kaja á Akranesi sáu um að lána skólanum vörurnar sem verða svo til sýnis í glerskáp á efri hæð skólans á næstunni. Færum við þeim bestu þakkir fyrir. Umhverfsinefndin kynnti svo nýjan umhverfissáttmála skólans: 

GERÐU ÞAÐ SEM ER BEST FYRIR UMHVERFIÐ - EKKI ÞAÐ SEM ER AUÐVELDAST :)

Guðrún Sóley Gestsdóttir hélt síðan áhugavert erindi um sjálfbærni og lýðheilsu. Lýðheilsa er einmitt markmið skólans í umhverfismennt þetta skólaárið. Guðrúnu leyst vel á skólann okkar og upplifði að börnin væru vel að sér í flóknum hugtökum sem varða græna jörð. Hún ræddi við börnin um mikilvægu smáu skrefanna, hvað hver og einn getur gert. Hún svaraði einnig fyrirspurnum barnanna og sagði frá því hvað hún hefði gert til að stuðla að góðri umgengni um jörðina. Við þökkum Guðrúnu Sóleyju kærlega fyrir hennar áhugaverða innlegg.  

Eftir ráðstefnu hreinsuðu nemendur skólans nærumhverfið og léku sér og lærðu úti. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá degi umhverfisins.