- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag héldum við upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla. Umhverfisnefnd skólans ákvað að hreinsa strandlengju þetta árið. Gengið var meðfram ströndinni frá Krosslandi á Innnesinu og að Kjaransstöðum. Óhætt er að segja að við erum þvílíkt stolt af dagsverkinu enda náðum við að hreinsa heilmikið og 3 haugar af rusli bíða þess nú að verða fjarlægðir. Hvalfjarðarsveit ætlar að sjá um þann hluta af verkefninu fyrir okkur. Hvalfjarðarsveit aðstoðaði okkur einnig við að finna hentuga strandlengju í sveitarfélaginu til að hreinsa. Við vorum einnig í samstarfi við Tómas frá Bláa hernum - hann mætti á staðinn, spjallaði við okkur, útdeildi strigapokum undir rusl og gaf okkur góð ráð. Við þökkum Tómasi og Hvalfjarðarsveit innilega fyrir samstarfið og aðstoðina í dag. Eftir hreinsun var gengið að Miðgarði þar sem við grilluðum pylsur, fórum í útileiki og skoðuðum lífbreytileika. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur skólans við einn ruslahauginn í dag.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |