- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær var Degi umhverfisins gert hátt undir höfði í Heiðarskóla. Dagurinn hófst á lítilli umhverfisráðstefnu þar sem Andri Snær Magnason, rithöfundur, flutti stutt erindi um umhverfismál. Andri talaði m.a. um réttlæti í heiminum. Í því samhengi ræddi hann um ömmu sína sem var fyrst íslenskra kvenna til að fá flugréttindi sem þótti á sínum tíma mjög óvenjulegt. Hann hvatti nemendur til að beita sér í því sem þeir hefðu áhuga á til að gera heiminn réttlátari og vernda náttúruna og benti sérstaklega á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Umhverfisnefnd Heiðarskóla var einnig með stutt innlegg þar sem verðgildi óskilamuna í skólanum var skoðað. Úrslit í nýliðinni matarvigtunarviku voru líka kynnt. Nemendur í 10. bekk stóðu sig best að þessu sinni og leifðu 0 grömmum í heila viku, 10. bekkur fær að velja einu sinni í matinn í viðurkynningarskyni. Eftir ráðstefnu fóru allir nemendur skólans í að hreinsa nærumhverfið. Hádegisverður fór fram utandyra í dásemdarveðri þar sem boðið var upp á grillpinna og maísstöngla.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |