- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Ferðin er búin að ganga vel fram að þessu hjá 9. og 10. bekk í Danaveldi. Veðrið var fínt á sunnudag og mánudag en hópurinn fékk smá rigningu í gær. Á mánudaginn var farið á fjórar sýningar í tveimur söfnum, Ripleys - believe it or not, H. Andersen, Heimsmetasafn Guiness og Draugasafn. Eftir það var farið í siglingu um síki og höfn Kaupmannahafnar, þá sáu krakkarnir m.a. Óperuhúsið, hafmeyjuna og konungshöllina. Í gær fór hópurinn til Ballerup og átti góðan dag með dönsku krökkunum, farið var í leiki og kynningar. Eftir það heimsótti hópurinn einn afa í hópnum sem bauð öllum í pylsugrillveislu. Greinilega mjög gaman hjá þeim. Höfum því miður ekki fengið neinar myndir sem við komum inn á heimasíðuna en látum hér fylgja mynd frá Árshátíðinni.
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |