Desember genginn í garð

Þá er desember genginn í garð. Fullveldisdagurinn í dag og við flögguðum.

Við leggjum upp með rólegan desember með góðum leik úti og inni, tónlist og föndri.

Nýr matseðill og mánaðardagatal desembermánaðar er komið inn.

Matseðill: http://skoli.hvalfjardarsveit.is.b400.opex.is/content/matseðill

Mánaðardagatal: http://skoli.hvalfjardarsveit.is.b400.opex.is/content/mánaðardagatöl

Í gær var Fullveldishátíð haldin í Heiðarskóla. Elstu börnin í Skýjaborg fluttu söngatriðið Dýrin í Afríku ásamt 1. og 2. bekk. Þau stóðu sig með prýði.

Þriðjudaginn næstkomandi munum við kveikja saman á jólatrénu við Stjórnsýsluhúsið í útiverunni okkar um 10 leytið og á miðvikudaginn verður jólamorgunkaffi fyrir foreldra og aðra nærkomna frá 8:00-9:30.