Dropinn lokaður tímabundið

Hvalfjarðarsveit fékk starfsmann á vegum Verkís til okkar sl. fimmtudag sem tók út leikskólahúsnæðið með tilliti til loftgæða og raka. Við fengum þær fregnir á föstudag að hann vildi loka tveimur rýmum á Dropanum strax. Í hvíldarherberginu eru merki um raka í veggnum alveg niður við gólf. Því er mikilvægt að bregðast strax við og loka því rými þar sem um svefnrými barna er að ræða. Þessi raki kemur frá salerni, en þar eru engin sjáanleg ummerki. En þegar skoðað er nánar eru lausar flísar og raki undir. 

Aðgerðir hefjast strax í dag, mánudag, og þá kemur betur í ljós hversu mikil vinna þetta verður. Deildinni verður alveg lokað á meðan vinnan fer fram. Á meðan þurfum við að bregðast hratt og vel við og fór helgin í skipulagningu, innkaup og fl. Dropabörn færast yfir á Regnbogann á meðan. Elstu tveir árgangar (2016 og 2017) í leikskólanum mæta í Heiðarskóla. Við fáum þar afnot af leikstofunni sem verður okkar heimastofa þar. Einnig verða önnur rými nýtt í Heiðarskóla eins og færi gefst, s.s. fundarherbergi, bókasafn, útisvæðið og Heiðarborg. 2018 árgangurinn verður með Dropabörnum á Regnboganum ásamt þeirra hópstjóra. Sett verður upp tímabundin skiptiaðstaða á Regnboganum sem og keyptar verða nýjar dýnur, teppi og koddar.